';

Um okkur

Blómabúðin er ástríða mín – staður sem er miklu meira en vinnan mín. Hún er verkstæði þar sem ég get skapað og fengið útrás fyrir mínar hugmyndir og glatt aðra um leið.

Ég hef leitað mikið í íslenska náttúru til þess að finna efni til að vinna úr og hef hannað mjög skemmtileg blómalistaverk unnin úr íslenskri náttúru sem má finna í verslun minni. Vörumerkið hefur yfirskriftina Auður í náttúru Íslands, en þar er verið að vitna í auðinn sem við eigum í okkar stórbrotnu náttúru. Með opnun blómaverslunarinnar vil ég koma með innblástur í blómaflóruna með því að bjóða viðskiptavinum upp á fersk blóm, fallega gjafavöru, listmuni og vandað handbragð ásamt góðri og persónulegri þjónustu, hvert sem tilefnið er.

Blómabúðin var stofnuð 11. mars 2016.

Auður Árnadóttir, blómaskreytingameistari er eigandi verslunarinnar og stofnandi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Árnasyni.  Auður lærði blómaskreytingar í Danmörku, í blómabúðinni Mimosa á Norður-Jótland hjá hjónunum Asbjörn og Henny Christiansen. Asbjörn var margfaldur meistari í blómaskreytingum.  Auður hefur verið viðloðin blómin í rúma þrjá áratugi og hefur á þeim tíma skapað sér gott nafn á Íslandi fyrir einstaklega fágaðan og vandaðan stíl.