';

Samúð

Það er ósk okkar að útbúa fallegar skreytingar fyrir hinstu kveðju ástvina.  Við leggjum okkur öll fram við að mæta óskum aðstandenda og veita eins þægilega og góða þjónustu og kostur er enda ástvinamissir erfiður tími að ganga í gegnum.

Við bjóðum upp á blómaskreytingar, t.d. kistuskreytingar, kransa og krossa fyrir útfarir, ásamt því að vera með samúðargjafir eins og blómvendi og kerti, ásamt samúðarkortum.

 

Texti fyrir borða getur verið eftirfarandi (listinn er ekki tæmandi):

Kveðja

Hinsta kveðja

Hvíl í friði

Kær kveðja

Með innilegri kveðju

Minningin lifir

Guð geymi þig

Guð blessi minningu þína

Sofðu rótt

Hafðu þökk fyrir allt og allt

Við heiðrum minningu þína með virðingu og þökk

Með ástkærri þökk

Hinsta og dýpsta kveðja

Hinsta kveðja og hjartans þökk

Ástarkveðja