DutZ vörurnar frá Hollandi eru gullfallegir munnblásnir og handgerðir vasar, kertastjakar, blómapottar, glös, skálar o.fl. sem eru búnar til í Austur Evrópu þar sem þessi tegund af glerverki á sér langa sögu og vilji er til þess að styrkja og viðhalda. Áferðin á vörunum er margbreytileg og sérstök og augljóst að mikill metnaður er settur í hvern hlut. Lögð er áhersla á að vera stöðugt að skapa nýjar vörur en um leið að þær eldri geti ávallt farið vel saman með þeim nýrri og skapað eina heild. Einkunnarorð DutZ eru „durf uitgesproken te zijn“ eða „þorðu að vera öðruvísi“.