';

Blómavendir

Blóm gleðja ávallt og umgöngumst við blómin af miklum eldmóði og virðingu. Blómin virka alltaf, við gleði og sorg, og eru gleðjandi, hvetjandi og huggandi allt í senn. Í versluninni verður lagt allt kapp á að vera með fersk og falleg afskorin blóm og blómaskreytingar við öll tilefni. Við elskum að leika okkur með afskorin blóm. Villtur, sætur, grófur, náttúrulegur, kærleiksríkur blómvöndur – nefndu það bara, við búum til eitthvað skemmtilegt fyrir þig.

Ferskleiki er okkar aðalsmerki
Til þess að hafa ferskt og spennandi blómaúrval sækjum við blóm eins oft og blómaheildsölur og blómabændur bjóða upp á nýjar vörur, sömuleiðis sérpöntum við blóm sem eru innflutt.